Sjöfn Ágústsdóttir

Senda Sjöfn Ágústsdóttur fyrirspurn

Sími Sjafnar er: 898 3725

Sérhæfing

Hugræn atferlismeðferð - HAM (cognitive behavioral therapy), samkenndarmeðferð (compassion focused therapy), klínísk dáleiðsla og gjörhygli/árvekni (mindfulness) við depurð, kvíða, sjálfsmyndarvanda, samskiptavanda, reiðivanda, o.fl.
Sálfræðileg meðferð og ráðgjöf vegna sálrænna afleiðinga áfalla og langvinnra sjúkdóma.
Fjölskyldu- og uppeldisráðgjöf.
Matsgerðir í forsjár- og barnaverndarmálum.

Námsferill

• Doktorsnám í sálfræði við Háskóla Íslands 2007-2011
• Löggildur sálfræðingur á Íslandi frá 2004
• Cand.Psych. nám í sálfræði við Háskóla Íslands 2003
• Sérnám í hugrænni atferlismeðferð eftir staðli European CBT Association 1999-2001
• Mastergráða í sálfræði frá University of Utah 1984
• Nám í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands 1981-1982
• B.Sc. gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands 1981
• Kennarapróf fyrir grunnskólastig 1973

Starfsreynsla / verkefni

• Miðstöð sálfræðinga í Hafnarfirði  – eigin stofurekstur frá 2005.
• Rannsóknarstörf í sálfræði við HÍ 2007-2011 (sjá útg. greinar).
• Stundakennsla í Cand.Psych. námi í sálfræði við HÍ 2010-2011.
• Verkefnisstjórn við þróun „Decision-Aid“ gagnvirks fræðsluefnis fyrir krabbameinssjúklinga (styrkt af Rannís) 2010-2011.
• Verkefnisstjórn við hönnun og þróun á gagnvirku forvarnarefni vegna þunglyndis unglinga (styrkt af Rannís) 2003-2007.
• Þátttaka í Leonardo da Vinci verkefni um hvatningarviðtalstækni vegna Dyslexiu (lesblindu) 2004
• Stundakennsla í sálfræði við HÍ og Endurmenntun HÍ 2003-2005.
• Sjálfstætt starfandi við ráðgjöf um vefmál og netmarkaðssetningu 2002-2004.
• Alþjóðlegur markaðsstjóri hjá Men & Mice (menandmice.com) 1997-2002.
• Tölvuþjálfun ehf - eigin rekstur 1990-1996. Fyrirtækið sá m.a. um stjórnun og rekstur fræðslumiðstöðvar IBM / Nýherja í upplýsingatækni 1990-1995.
• Skólastjóri Tölvuskóla Stjórnunarfél. Íslands og Gísla J Johnsen 1986-1990.
• Tölvudeild KOS 1984-1986.
• Rannsóknarstörf í sálfræði við University of Utah 1982-1984 (sjá útg. greinar). Aðstoðarkennsla í sálfræði við University of Utah 1982-1984.
• Rannsóknarstörf við Landspítalann 1982-1983 (sjá útg. grein).
• Rannsóknarstörf í sálfræði og uppeldisfræði við HÍ 1978-1981.
• Kennari við Réttarholtsskóla, Barnaskóla Hveragerðis og Fellaskóla 1981-1982 og 1974-1976.

Fagfélög

Sálfræðingafélag Ísland  (sal.is)
Sjálfstætt starfandi sálfræðingar (salfelag.is)
Félag um hugræna atferlismeðferð (ham.is)
Society of Behavioural Medicine (SBM.org)
Faralds- og líftölfræðifélagið