Um okkur

Miðstöð sálfræðinga var stofnuð í nóvember 2005 af sálfræðingunum Ágústu Gunnarsdóttur, Margréti Halldórsdóttur, Ólu Björk Eggertsdóttur og Sjöfn Ágústdóttur. Við vorum þá til húsa á Reykjavíkurvegi 62  í Hafnarfiði. Í mars 2010 flutti Miðstöð sálfræðinga starfsemi sína í stærra og betra húsnæði að Bæjarhrauni 6 í Hafnarfirði. Bæjarhraunið er miðsvæðis, aðgengið gott og næg bílastæði.

Hjá Miðstöð sálfræðinga starfa sálfræðingar með víðtæka reynslu og fjölþættan bakgrunn. Hjá okkur er hægt að fá greiningu, ráðgjöf og meðferð við sálrænum vanda af ýmsum toga bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur, börn, unglinga og fullorðna.